- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinbjörn, Arnar, Aron Rafn, lokahóf Hauka

Sveinbjörn Pétursson, markvörður. Mynd/EHV/Aue
- Auglýsing -
  • Sveinbjörn Pétursson stóð sig afar vel í marki EHV Aue í þær 40 mínútur sem hann var á vaktinni í gær þegar Aue vann Dessau, 25:24, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Sveinbjörn varði 11 skot, þar af eitt vítakast, sem gerði 41% hlutfallsmarkvörslu. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Aue og átti fimm stoðsendingar. EHV Aue situr í fimmta sæti deildarinnar sem er með allra besta árangri liðsins um árabil.
  • Aron Rafn Eðvarðsson stóð nær allan leiktímann á milli stanganna í markinu hjá Bietigheim þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Elbflorenz frá Dresden, 33:24, einnig í þýsku 2. deildinni. Aron Rafn varði sjö skot og var með 22% hlutfallsmarkvörslu. Bietigheim er í áttunda sæti deildarinnar.
  • Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka var haldið á laugardaginn og þar var að vanda verðlaunað handknattleiksfólk félagsins sem hafði sett mark sitt á keppnistímabilið sem er nýlokið. Elín Klara Þorkelsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn í meistaraflokki kvenna, Sara Odden mikilvægust og Annika Fríðheim Petersen, markvörður besti leikmaðurinn.
Ssamett mynd/Haukar
  • Hjá ungmennaliði Hauka hlaut Kristófer Máni Jónasson viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar, Andri Sigmarsson Scheving var valinn mikilvægastur og Guðmundur Bragi Ástþórsson besti leikmaðurinn. Í meistaraflokki karla var Orri Freyr Þorkelsson valinn efnilegastur, Tjörvi Þorgeirsson besti leikmaðurinn og liðsheildin var valin mikilvægust.
F.v.: Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, Björgvin Páll Gústavsson, Grétar Ari Guðjónsson og Orri Freyr Þorkelsson. Mynd/Haukar
  • Að lokum voru Orri Freyr og Björgvin Páll Gústavsson kvaddir en þeir róa á önnur mið á næsta tímabili. Þá var Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, einnig kvaddur en ekki náðist að kveðja hann almennilega á síðasta árin sökum samkomutakmarkana. Grétar Ari gekk til liðs við Nice í Frakklandi eftir keppnistímabilið sem lauk snögglega fyrir rúmu ári.
  • Serbar unnu Norður-Makedóníumenn í tveimur vináttulandsleikjum í handknattleik karla sem fram fóru í gær og í fyrradag. Leiknum í gær lauk með tíu marka mun, 33:23, en þeim fyrri á laugardaginn lyktaði með þriggja marka mun, 29:26.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -