- Auglýsing -
- Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í gær þegar liðið vann stórsigur á Halden TH, 33:19, í fyrstu umferð átta liða úrslita norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikið var í Þrándheimi. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrisvar fyrir Kolstad.
- Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar skoruðu tvö mörk hvor fyrir Kolstad í sigrinum stóra.
- Næst mætast Kolstad og Halden á laugardaginn. Vinni Kolstad einnig þá viðureign tekur liðið sæti í undanúrslitum og mætir annað hvort Runar eða Arendal. Runar vann fyrstu viðureign liðanna í gær.
- Ísak Steinsson landsliðsmarkvörður og samherja hans í Drammen áttu við ramman reip að draga í heimsókn til Elverum. Heimaliðið vann örugglega, 37:25. Ísak varði 4 skot, 20%, þann tíma sem hann stóð í marki Drammen HK. Næsti leikur fer fram í Drammen á laugardaginn.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark úr vítakasti í fjögurra marka sigri Bjerringbro/Silkeborg, 34:30, á Mors–Thy á útivelli í dönsku úrvalsdeildinnni í gær.
- Bjerringbro/Silkeborg situr í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig fyrir lokaumferðina. Mors-Thy sem á dögunum var í þriðja sæti er fallið niður í sjötta sæti en afar mjótt er á mununum á milli liðanna í þriðja til sjötta sæti.
- Fleiri leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í gær hvar Íslendingar komu við sögu.
- Staðan í dönsku úrvalsdeildinni fyrir lokumferðina á laugardaginn:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -