- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Szilagyi, Wolff, þjóðarhöll, fleiri mót í Skopje

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Szilagyi íþróttastjóri þýska handknattleiksliðsins THW Kiel sagði fregnir NRD frá í fyrradag um að samkomulag væri í höfn á milli félagsins og pólska liðsins Industria Kielce um kaup Kiel á landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff ættu ekki við rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti.
  • Bygging nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Færreyjum gengur samkvæmt áætlun en til stendur að hún verði opnuð fullkláruð þegar liðið verður á næsta ár. Segja má að nú sé höllin fokheld eins og sagt var á árum áður. Næst er að loka henni svo hægt verði að hefjast handa innan dyra og ljúka um leið við ytra byrðið. 
  • Mikil ánægja virðist ríkja innan Handknattleikssambands Evrópu með skipulagningu og framkvæmd Norður Makedóníumanna á mótum ungmenna í handknattleik. Á framkvæmdastjórnarfundi EHF á dögunum var samþykkt að Evrópumót 17 ára landsliða kvenna og 19 ára landsliða kvenna á næsta ári fari fram í Skopje. HM 20 ára landsliða kvenna fer nú fram í borginni og fyrir tveimur árum var HM 18 ára landsliða þar einnig. 
  • EM 17 ára landsliða kvenna fer fram frá 9. – 20. júlí á næsta ári og hjá 19 ára landsliðunum hefst mótið 30. júlí og lýkur 10. ágúst. Væntanlega verður Ísland með lið á báðum mótum. Ein ástæða þess að bæði mót koma í hlut Norður Makedóníumanna er sú að eftirspurn eftir að halda mótin er ekki mikil. Á hinn bóginn er það kostur að hægt er að halda mótið í tveimur stórum keppnishöllum nánast á sama blettinum og því eru keppendur á sama stað allt mótið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -