- Auglýsing -
- Þórir Ingi Þorsteinsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH sem gildir fram á sumar 2027. Þórir Ingi, sem verður 19 ára á árinu, er mjög efnilegur örvhentur leikmaður sem bæði getur spilað sem hornamaður og skytta.
- Áfram heldur þýska liðið Hannover-Burgdorf að gera það en Heiðmar Felixson er og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá haustinu 2021. Hannover-Burgdorf fór að minnsta kosti í bili upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í gærkvöld með sigri á Stuttgart, 35:27, á útivelli. Þýski landsliðsmaðurinn Renars Uscins átti stórleik, skoraði 12 mörk og gaf sex stoðsendingar fyrir Hannover-Burgdorf.
- Boris Rojević þjálfari serbneska meistaraliðsins Vojvodina sagði starfi sínu lausu í gær í framhaldi af níu marka tapi liðsins fyrir Porto í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöld, 29:20. Eftir margra ára sigurgöngu á heimavelli undir stjórn Rojević er Vojvodina sex stigum á eftir Partizan í serbnesku úrvalsdeildinni auk þess að eiga litla von um sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rojević hefur sætt gagnrýni og ákvað hann að láta gott heita.
- Samhliða þjálfun Vojvodina hefur Rojević verið landsliðsþjálfari karlalandsliðs Serbíu undanfarið ár. Hann stýrir landsliðinu fram á sumar þegar þegar Spánverjinn Raúl Gonzalez tekur við í framhaldi af því láta gott heita með franska stórliðið PSG.
- Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen meiddist á fótlegg undir lok viðureignar Barcelona og Aalborg Håndbold í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Nielsen var þar af leiðandi ekki í marki Barcelona á lokakafla leiksins. Nielsen sagði meiðslin væntanlega ekki alvarleg en þau væru væntanlega komin til vegna mikils álags síðustu vikur. Hann fékk stutt frí eftir HM því um síðustu helgi lék Barcelona bæði á laugardag og sunnudag til úrslita í spænsku bikarkeppninni.
- Auglýsing -