- Auglýsing -
- Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna, hefur kallað á þriðja markvörðinn í EM-hópinn, Marie Davidsen, sem leikur með Thüringen í Þýskalandi. Silje Solberg, markvörður, greindist með kórónuveiruna á dögunum og verður þar af leiðandi ekki með á æfingum hjá norska landsliðinu fyrr en um mánaðarmótin. Eins og fram kom á handbolta.is í gær þá kemur norska landsliðið saman til æfinga á mánudaginn í Danmörku.
- Landslið Noregs og Danmerkur leiða saman hesta sína í tvígang í næstu viku í aðdraganda EM kvenna en hætt hefur verið við fjögurra liða mót sem stóð til að færi fram í Bergen. Veik von var um að hægt væri að koma mótinu á koppinn í Danmörku en hætt var við. Þess í stað hita frændþjóðirnar upp með tveimur vináttuleikjum 25. og 26. nóvember í Danmörku.
- Kiril Lazarov, einn fremsti handknattleiksmaður heims síðustu tvo áratugi, hefur greinst með kórónuveiruna. Þess vegna var viðureign Nantes, sem Lazarov leikur með, og Celje sem fram átti að fara í Meistaradeild Evrópu í kvöld verið frestað. Lazarov er ekki eini leikmaður Nantes sem greindist með veiruna í vikunni. Adria Figueras stendur í sömu sporum.
- Danska landsliðskonan Line Haugsted hefur skrifað undir nýjan samning við Viborg sem gildir til ársins 2024.
- Auglýsing -