- Auglýsing -
- Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði eitt mark þegar Porto vann Benfica, 35:29, á heimavelli í 13. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Með sigrinum tryggði Porto áframhaldandi veru í næst efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Sporting sem er í efsta sæti með fullt hús stiga.
- Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica í viðureigninni í Dragão Arena í Porto í gær. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar með fjórum stigum á eftir Porto.
- Stöðuna í portúgölsku 1. deildarinnar og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með níu mörk, fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli við HC Kriens á útivelli í A-deildinni í Sviss í gær, 34:34. Kadetten tryggði sér jafnteflið á síðustu stundu.
- Jafnteflið breytir engu um stöðu Kadetten sem er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 15 leiki. Kriens er í öðru sæti með 20 stig en hefur aðeins lokið 13 leikjum.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði þrjú mörk, öll úr vítaköstum, í tveggja marka sigri Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í gær, 28:26, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær.
- Eftir óvænt tap og slakan leik gegn neðsta liði deildarinnar, Grindsted GIF, léku leikmenn Bjerringbro/Silkeborg mikið betur í gær og voru þeir m.a. með yfirhöndina í leiknum við GOG fyrstu 50 mínúturnar. GOG, sem er efst í deildinni, tók völdina á lokakaflanum og vann sannfærandi sigur þegar upp var staðið.
- Berringbro/Silkeborg er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 14 leiki, sex stigum á eftir GOG sem trónir á toppnum. Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Dagur Gautason skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, í sjö marka tapi liðs hans, ØIF Arendal, fyrir Halden TH, 29:22, á útivelli í gær. Leikurinn var liður í 12. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. ØIF Arendal situr í 9. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 leiki. Halden er tveimur stigum ofar í 6. sæti.
- Auglýsing -