- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Toft, Rut, Skogrand, Morval, Sercien-Ugolin, Horvat

Sandra Toft, landsliðsmarkvörður Dana fagnar með samherjum sínum í landsliðinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski landsliðsmarkvörðurinn Sandra Toft hefur samið við ungverska stórveldið, Györ. Tekur hún stöðu franska landsliðsmarkvarðarins Amandine Leynaud sem hyggst hætta keppni í sumar.  Auk Toft verða markverðirnir Laura Glauser og Silje Solberg áfram hjá ungverska liðinu en forráðamenn Györ vilja áfram hafa þrjá öfluga markverði. Györ hefur unnið alla 11 leiki sína í Meistaradeild Evrópu á keppnistímabilinu. 
  • Rut Arnfjörð Jónsdóttir varð í öðru sæti í kjöri á íþróttakonu ársins 2021 á Akureyri. Kjörinu var lýst í verðlaunahófi á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar í menningarhúsinu Hofi í gær. Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason úr KA er íþróttakarl Akureyrar 2021 og skautakonan Aldís Kara Bergsdóttir úr SA er íþróttakona Akureyrar 2021.
  • Þess má til fróðleiks geta að Toft markvörður og Rut Arnfjörð voru samherjar hjá Team Tvis Holstebro frá 2008 til 2014 og síðar hjá Esbjerg um tveggja ára skeið, 2017 til 2019, þegar Toft gekk til liðs við Brest Bretagne í Frakklandi.
  • Norska landsliðskonan Stine Skogrand hefur skrifað undir nýjan samning við danska úrvalsdeildarliðið Herning-Ikast sem gildir fram til ársins 2025. Skogrand er í fæðingaorlofi um þessar mundir en mætir til leiks aftur í upphafi næsta keppnistímabils. Hún var heldur ekki með Noregi á HM  í desember en nokkrum dögum áður en mótið hófst greindi Skogrand frá því að hún væri ekki kona einsömul. 
  • Lenente Morval sem kom til Harðar á Ísafirði fyrir keppnistímabilið frá Austurríki hefur fengið félagaskipti til Þýskalands, eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ. Morval tók þátt í 10 leikjum með Herði í Grill66-deild karla og skoraði fjögur mörk. 
  • Franska landsliðskonan Océane Sercien-Ugolin gengur til liðs við Vipers Kristiansand frá Krim í Slóveníu í sumar. Ugolin, sem er 25 ára gömul og var í sigurliði Frakka á Ólympíuleikunum í sumar og silfurliðinu á HM í desember, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norsku Evrópumeistarana. 
  • Hrvoje Horvat heldur áfram þjálfun karlalandsliðs Króata í handknattleik þótt óánægju gæti heimavið með árangurinn á EM. Króatar höfnuðu í áttunda sæti. Forráðamenn sambandsins segja árangurinn hafa verið undir væntingum. Ekki sé hægt að skella skuldinni á landsliðsþjálfarann vegna þess að kórónuveiran herjaði á marga leikmenn fyrir EM og á meðan mótið stóð yfir. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -