- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tryggvi, Þorgils, Ólafur, Dagur, Döhler, Lugi féll, Arnar

Tryggvi Þórisson leikmaður IK Sävehof. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -
  • Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk fyrir deildarmeistara IK Sävehof þegar liðið vann HF Karlskrona í síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld í hörkuleik sem fram fór í Karlskrona, 32:31. Sävehof vann deildina með talsverðum yfirburðum, fékk sjö stigum fleiri en Ystads IF sem hreppti annað sæti. IFK Skövde varð í þriðja sæti með sama fjölda stiga og Ystads IF en stóð verr að vígi í innbyrðis leikjum.
  • Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði tvö mörk fyrir HF Karlskrona í leiknum í gærkvöld. Dagur Sverrir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu ekki mörk. Phil Döhler, markvörður, sat á varamannabekknum alla leikinn.
    HF Karlskona varð í 12. sæti með 16 stig og tekur þátt í umspili um áframhaldandi veru í deildinni ásamt Aranäs og Hallby og liða úr næst efstu deild.
  • Lugi féll úr úrvalsdeild karla í gær og fylgdi þar með í kjölfar kvennaliðs félagsins sem kvaddi úrvalsdeildina í fyrrakvöld. Lugi er eitt rótgrónasta handknattleiksfélag Svíþjóðar og hefur karlalið félagins m.a. átta sæti í úrvalsdeildinni sleitulaust frá 1993.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Amo HK þegar liðið vann Alingsås, 31:29, á útivelli í síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Nýliðar Amo höfnuðu í 10. sæti deildarinnar og sleppa við umspil um fall úr deildinni.
  • Lokastöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -