- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi Steinn, Roland, Vyakhireva, Reistad, Wisla, San Fernando

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -
  • Tumi Steinn Rúnarsson var í sigurliði Coburg sem vann HC Motor í næst síðustu umferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær, 35:29. Tumi Steinn náði ekki að skora í leiknum en átti eina stoðsendingu.  Coburg er í 11. sæti með 37 stig fyrir lokaumferð deildarinnar sem fram fer á miðvikudaginn. 
  • Roland Eradze verður aðstoðarþjálfari HC Motor út keppnistímabilið en Úkraínumeistararnir leika sem gestir í 2. deildinni. Stig liðsins verða strikuð út þegar deildarkeppnin verður gerð upp. 
  • Rússneska handknattleikskonan, Anna Vyakhireva leikmaður Vipers, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem lauk í gær með sigri Vipers þriðja árið í röð, eins og sagt er frá hér
  • Henny Reistad, leikmaður Esbjerg, varð markadrottning Meistaradeildarinnar. Reistad skoraði 142 mörk. 
  • Wisla Plock vann Kielce, 30:25, í úrslitaleik pólsku bikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrrakvöld. Mikil spenna var fyrir leiknum enda um að ræða tvö bestu lið pólsks handknattleiks um árabil. Ekki er langt síðan að Kielce vann meistaratitilinn eftir að hafa samanlagt unnið tvær viðureignir liðanna á leiktíðinni með eins marks mun. Eftir síðari leikinn í deildinni hafa forráðamenn Wisla staðið í opinberum deilum við félag handknattleiksdómara og sakað dómara um að hafa rangt við. 
  • Argentínska handknattleiksliðið San Fernando var um helgina Suður-Ameríkumeistari í handknattleik karla. San Fernando vann Handebol Taubaté frá Brasilíu í úrslitaleik, 35:33. San Fernando hefur þar með tryggt sér þátttökurétt í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í Sádi Arabíu í október.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -