- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi Steinn, Sveinn, Ólafur, Sveinbjörn

Tumi Steinn Rúnarsson, leikmaður Coburg 2000, rær á ný mið í sumar. Mynd/Iris Bilek, Facebooksíða Coburg
- Auglýsing -
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í síðasta leik sínum með HSC 2000 Coburg í lokaumferð 2. deildar þýska handknattleiksins í gær. HSC 2000 Coburg tapaði fyrir Eulen Ludwigshafen, 35:30, í Friedrich-Ebert-Halle í Ludwigshafen. Tumi Steinn flytur til Austurríkis á næstunni og gengur til liðs við Alpla Hard sem þessa dagana leikur til úrslita um meistaratitilinn. Tumi Steinn hefur leikið með HSC 2000 Coburg frá upphafi árs 2022.
  • Sveinn Jóhannsson lék einnig sinn síðasta leik fyrir GWD Minden í gær eftir hálft annað ár í herbúðum félagsins. Hann skoraði ekki mark í fimm marka tapi í heimsókn til Nordhorn-Lingen, 28:23. Sveinn verður leikmaður Noregsmeistara Kolstad frá og með næsta keppnistímabili.
  • EHV Aue kvaddi 2. deild í Þýskalandi eftir árs veru með jafntefli við TV Großwallstadt, 31:31, á útivelli. Um leið var þetta síðasti leikur EHV Aue-liðsins með Ólaf Stefánsson á stól þjálfara. Hann tók við þjálfun liðsins í ólgusjó í nóvember og tókst ekki að stýra liðinu inn á lygnan sjó. EHV Aue hefur rekið lestina síðustu mánuði og fellur úr deildinni ásamt TuS Vinnhorst en liðin komu saman upp úr 3. deild fyrir ári.
  • Sveinbjörn Pétursson lék nær allan leikinn í marki EHV Aue og varði 11 skot, 29%. Honum var einnig einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Sveinbjörn er eins og Ólafur að kveðja EHV Aue í sumar. Sveinbjörn hefur verið hjá félaginu í átta ár, fyrst frá 2012 til 2016 og á ný frá 2020 fram til þessa tíma. Óvíst er hvað tekur við hjá Sveinbirni, alltént er handbolta.is ekki kunnugt um hvort hann ætlar að halda áfram í handknattleik eða ekki.
  • Lokastöðuna í þýsku 2. deildinni er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -