- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ungverjar, Portúgal, Hammer, Rentsch

Noemi Hafra sækir í gegnum vörn Brasilíu í leik Ungverja og Brasilíubúa í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Ungverjaland vann Brasilíu í vináttuleik í handknattleik kvenna í Siofok í Ungverjalandi í gærkvöldi, 34:31. Lið beggja þjóða eru að búa sig undir þátttöku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem hefjast í Tókýó eftir um hálfan mánuð.
  • Portúgal vann Spán í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla, 32:31, í Vigo á Spáni. Lið þjóðanna mætast á ný í kvöld.
  • Natasja Hammer verðandi leikmaður Hauka á sæti í U19 ára landsliði Færeyinga sem tekur nú þátt í B-deild Evrópumótsins í handknattleik í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska landsliðið er einnig með í mótinu en er ekki í riðli með færeyska landsliðinu. Natasja er dóttir Finns Hansssonar
  • Norman Rentsch þjálfari þýska liðsins BSV Sachsen Zwickau sem Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. BSV Sachsen Zwickau vann sér sæti í efstu deild þýska handknattleiksins í vor.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -