Áttunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur viðureignum. Þar á meðal mætast Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar í Kaplakrika klukkan 19.30. Haukar hafa verið á miklum skriði síðustu vikur, unnið sex leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Ungt lið FH hefur átt misjöfnu gengi að fagna og situr í sjöunda sæti Olísdeildar. Hver sem staða Hafnarfjarðarliðanna er hverju sinni sem þau mætast þá er ævinlega eftirvænting fyrir leikjum þeirra. Víst er að hvorugt þeirra vill tapa fyrir hinu.
Umferðin hefst í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar nýliðar Olísdeildar, Þór og Selfoss, reyna með sér frá klukkan 18.30. Hálftíma síðar eigast við Valur og ÍR á Hlíðarenda klukkan 19.
Ekki verður aðeins leikið í Olísdeild karla. Ein viðureign verður í Grill 66-deild kvenna. Leikmenn Aftureldingar bregða sér í Úlfarsárdal og leika gegn Fram 2 klukkan 20.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla, 8. umferð:
Höllin Ak.: Þór – Selfoss, kl. 18.30.
N1-höllin: Valur – ÍR, kl. 19.
Kaplakriki: FH – Haukar, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild.
Grill 66-deild kvenna, 6. umferð:
Lambhagahöllin: Fram 2 – Afturelding, kl. 20.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
- Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum. Auk þess verður viðureign FH og Hauka send út í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjum Grill 66-deilda eins og öðrum leikjum deildanna á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.