- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Valur, Selfoss, Arnór, Aron, GOG, Grétar Ari, Lazarov, Smeets

Á fimmtudagsmorgun skýrist hvaða lið verða með Val í riðli Evrópudeildinni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar. 
  • Dönsku bikarmeistararnir Aalborg Håndbold komust í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í gærkvöld þegar liðið vann TMS Ringsted, 32:25, á útvelli. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins. Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins en hann skoraði ekki í leiknum. 

  • Meistararnir í Danmörku, GOG, eru einnig komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar. GOG vann  HØJ Elite, 37:26, á útivelli. 
  • Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og félagar í franska 1. deildarliðinu Sélestat unnu svissneska liðið Wacker Thun í æfingaleik í gær, 26:24. Leikurinn fór fram í Sviss
  • Kiril Lazarov þjálfari karlalandsliðs Norður Makedóníu hefur verið ráðinn þjálfari RK Alkaloid sem verður nýliði í efstu deild í Norður Makedóníu þegar keppnistímabilið hefst á næstu dögum. Lazarov lagði skóna á hilluna í vor eftir frábæran feril með mörgum af bestu félagsliðum Evrópu

  • Hollenska handknattleikskonan Martine Smeets hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa barist við meiðsli í rúmt ár. Smeets segist að sinni vera úrkula vonar um að ná fyrri styrk og þar af leiðandi ákveðið að venda kvæði sínu í kross. Síðast lék Smeets með rúmenska liðinu CSM Bucaresti. Einnig lék hún stórt hlutverk í hollenska landsliðinu þegar það vann heimsmeistaratitilinn fyrir þremur árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -