- Auglýsing -
- Viggó Kristjánsson vonast til þess að geta leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætir Austurríki 13. og 16. apríl í umspilsleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Vísir sagði frá því í gær að liðband í öðrum ökkla Viggós hafi slitnað á einni af æfingum landsliðsins hér á landi í síðustu viku. Þess vegna hafi hann lítið getað æft með Stuttgart upp á síðkastið og auk þess ekki beitt sér af sama krafti og áður í leikjum liðsins.
- Sænski landsliðsmaðurinn Albin Lagergren er sagður ganga til liðs við GOG í Danmörku í sumar. Lagergren er nú leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað að koma í stað Mathias Gidsel sem samið hefur við Füchse Berlin. Lagergren var í sænska landsliðinu sem varð Evrópumeistari í janúar.
- Danska landsliðskonan Mie Højlund er byrjuð að leika á ný eftir að hafa meiðst illa í leik með danska landsliðinu á HM í byrjun desember. Højlund lék sinn fyrsta leik á árinu þegar danska meistaraliðið Odense Håndbold tapaði fyrir Brest frá Frakklandi í Meistaradeild Evrópu á sunnudaginn.
- Átta lið frá jafn mörgum löndum eru eftir í Evrópudeild karla í handknattleik en 16-liða úrslitum lauk í gærkvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjá áratugi þar sem liðin í átta liða úrslitum keppninnar og forvera hennar, EHF-bikarnum, koma hvert frá sínu landi. Átta ár eru til að mynda síðan eitt þýskt lið er eftir í keppninni á þessu tímapunkti. Þrjú þýsk lið komst í undanúrslita Evrópudeildarinnar fyrir ári.
- Auglýsing -