- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viggó, Þráinn, Ólafur, Claar, Ekberg

Viggó Kristjánsson leikmaður Leipzig og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viggó Kristjánsson er í liði 32. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem opinberað var í gær. Viggó lék afar vel með SC DHfK Leipzig í 12 marka sigri liðsins á HSV Hamburg á heimavelli á síðasta laugardag þegar 32. umferð deildarinnar hófst. Seltirningurinn skoraði m.a. níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar. 
  • Þráinn Orri Jónsson og Ólafur Ægir Ólafsson hafa framlengt samning sína við handknattleiksdeild Hauka. Ekki kemur fram í tilkynningu til hvers langs tíma samningarnir eru. 
  • Ólafur Ægir kom til Hauka frá svissneska liðinu Lakers Stäfa árið 2019 en áður hafði hann leikið með Val og m.a. verið Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu 2017. 
  • Áður en Þráinn Orri gekk til liðs við Hauka fyrir fjórum árum hafði hann leikið með Elverum í Noregi, Bjerringbro/Silkeborg og þar áður hjá Gróttu, uppeldisfélagi sínu
  • Tilkynnt var í gær að sænski landsliðsmaðurinn Felix Claar hafi framlengt samning sinn við SC Magdeburg fram til ársins 2028. Claar kom til félagsins frá Aalborg Håndbold fyrir tveimur árum. 
  • THW Kiel ætlar að efna til kveðjuleiks fyrir sænska handknattleiksmanninn Niclas Ekberg sem kveður félagið í sumar eftir 12 ár. Kveðjuleikurinn verður í keppnishöllinni í Kiel um miðjan ágúst. Auk aðalliðs Kiel taka nokkrir gamlir samherjar þátt í leiknum. Ekberg er einn dáðasti leikmaður í sögu Kiel-liðsins. Hann hefur m.a. skoraði 1.762 mörk í 615 leikjum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -