- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Víkingur, Haukar, Makuc, Solberg, uppselt, Benfica

Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -
  • Víkingur lagði Hauka í æfingaleik í handknattleik karla í Safamýri í gær, 31:30. Haukar sem voru án Stefáns Rafns Sigurmannssonar og Þráins Orri Jónssonar, voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:13. Þetta var þriðji æfingaleikur Víkinga á skömmum tíma. Þeir léku tvo æfingaleiki við KA um síðustu helgi eins og sagt var frá á handbolti.is í gær.
  • Spænska stórliðið Barcelona varð fyrir alvarlegu áfalli þegar Domen Makuc meiddist alvarlega á vinstra hné í æfingaleik Barcelona og serbneska meistaraliðsins Vojvodina í gær. Í tilkynningu Barcelona segir að meiðsli Slóvenans séu alvarleg og víst er að hann verður lengi frá keppni af þeim sökum.
  • Meiðsli Makuc hitta Barcelona enn verr fyrir vegna þess að á dögunum var samið um starfslok við Luka Cindric. Breiddin í leikmannahópnum fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu er þar af leiðandi enn minni en áður. Barcelona vann leikinn gegn Vojvodina með 10 marka mun, 39:29. Vojvodina sem er frá Novi Sad í Serbíu vann Evrópubikarkeppnina í vor.
  • Norski landsliðsmarkvörðurinn Silje Solberg fæddi dóttur 9. ágúst og hefur sú stutta þegar fengið nafnið Emma. Þetta er fyrsta barn Solberg sem hefur síðustu árin myndað eitt öflugasta markvarðapar heims með Katrine Lunde. Solberg hefur einnig verið markvörður ungverska meistaraliðsins Győri ETO KC síðustu þrjú ár. 
  • Uppselt er á æfingaleik Aalborg Håndbold og Flensburg sem fram fer í Álaborg á föstudagskvöldið. Alls seldust 5.500 aðgöngumiðar eins og heitar lummur á skömmum tíma. Mikil eftirvænting er  vegna komu þýska liðsins yfir landamærin en það skartar dönskum landsliðsmönnum og þjálfara. 
  • Portúgalska liðið Benfica, sem Stiven Tobar Valencia gekk til liðs við í sumar frá Val, varð fyrir áfalli á dögunum þegar tveir leikmenn liðsins meiddust alvarlega. Svíinn Christopher Hedbergs, sem kom til Benfica í sumar frá Elverum, sleit hásin og Gabriel Cavalcanti er með slitið krossband. Sá síðarnefndi er einnig nýlega kominn til Benfica eftir að hafa verið liðsfélagi Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá Nantes

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -