- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Viktor, Arnór, Tjörvi, Arnór, Daníel, Hákon, Arnór

Viktor Gísli Hallgrimsson markvörður íslenska landsliðsins og pólska meistaraliðsins Wisla Plock. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í ORLEN Wisła Płock unnu stórsigur á Energa MKS Kalisz, 40:24, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Viktor Gísli stóð vaktina í markinu frá byrjun. Næsti leikur liðanna verður á föstudaginn.
  • Arnór Þór Gunnarsson stýrði liði sínu, Bergischer HC, til sigurs í gær á ASV Hamm-Westfalen, 27:20, á útivelli í 27. umferð þýsku 2. deildarinnar. Hvorki Arnór ViðarssonTjörvi Týr Gíslason skoruðu fyrir Bergischer í leiknum.
  • Bergischer er efst í deildinni með 44 stig eftir 27 leiki og stefnir upp í 1. deild. GWD Minden er í öðru sæti með 37 stig en á leik til góða á Bergischer.
  • Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu í öruggum sigri Balingen-Weilstetten á Eintracht Hagen, 38:31, í þýsku 1. deildinni í gær.
  • Balingen-Weilstetten er í þriðja sæti 2. deildar með 35 stig í 27 leikjum. Eintracht Hagen er níu stigum á eftir í 10. sæti. Hákon Daði Styrmisson er ekki byrjaður að leika með Hagen eftir krossbandaslit.
  • TTH Holstebro, undir stjórn Arnórs Atlasonar, tapaði fyrir GOG, 34:27, á heimavelli í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í úrslitakeppninni sem að vanda er leikin í tveimur fjögurra liða riðlum. Í riðlinum með GOG og TTH Holstebro eru Fredericia HK og Bjerringbro/Silkeborg sem mætast síðdegis í dag.
  • Aalborg Håndbold, Skjern, Mors-Thy og Skanderborg AGF eiga sæti í hinum riðlinum. Eftir að hvert lið hefur leikið sex sinnum í hvorum riðli mætast fjögur efstu liðin í krossspili milli riðla í undanúrslitum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -