- Auglýsing -
- Viktor Gísli Hallgrímsson kom aðeins við sögu í þremur vítaköstum þegar Nantes vann Ivry, 30:22, í frönsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Ivan Pesic stóð annars í marki Nantes allan leikinn og gerði það svikalaust. Nantes er áfram í fimmta sæti deildarinnar með níu stig eftir sex leiki. Ivry er í 14. sæti af 16 liðum. Darri Aronsson er frá keppni vegna meiðsla og verður það fram á nýtt ár. Hann er samningsbundinn Ivry.
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvisvar sinnum fyrir PAUC í 33:26 tapi liðsins á útivelli gegn Toulouse í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þetta var annar tapleikur PAUC í röð. PAUC er í áttunda sæti, um miðja deild, með sex stig eftir sex leiki.
- Grétar Ari Guðjónsson markvörður og félagar í Sélestat og unnu Caen, 29:21, á útivelli í frönsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Sélestat er í þriðja sæti með átta stig eftir sex leiki, er fjórum stigum á eftir Pontault og Tremblay.
- Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg tapaði í miklum markaleik fyrir Skjern, 40:35, í Skjern í 9. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson náði sér ekki á strik þann tíma sem hann stóð í marki Ribe-Esbjerg og varði ekki eitt af þeim tíu skotum á hann kom.
- Ribe-Esbjerg er áfram í 5. sæti með 10 stig en Skjern er stigi á eftir. Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.
- Stiven Tobar Valencia skoraði tvö mörk í fjögurra mark sigri Benfica á Aguas Santas, 31:27, á útivelli í portúgölsku 1. deildinni í gærkvöld. Benfica er í þriðja sæti deildarinnar, á eftir Sporting og Porto sem eiga leiki í dag.
- Auglýsing -