- Auglýsing -
- Viktor Gísli Hallgrímsson varð danskur bikarmeistari í gær með GOG eins greint var frá á handbolti.is. Þetta var hans fyrsti titill með félagsliði í meistaraflokki enda Viktor Gísli aðeins tvítugur að aldri. Þrettán ár eru síðan GOG vann síðast bikar í karlaflokki í danska handknattleiknum er liðið varð danskur meistari. Þá var 19 ára gamall efnilegur markvörður á milli stanganna hjá liðinu, Niklas Landin. Hann leikur nú með Kiel og af mörgum talinn besti markvörður heims og var valinn handknattleiksmaður ársins 2019 af Alþjóða handknattleikssambandinu.
- Þess má einnig geta til fróðleiks að Viktor Gísli var fimm ára þegar GOG varð síðast danskur bikarmeistari árið 2005.
- Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neista unnu þriðja leik sinn í röð í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar þeir mættu Kyndli í Þórshafnarslag í Höllinni á Hálsi. Lokatölur, 28:21, fyrir Neistan sem gerði út um leikinn í síðari hálfleik. Þá kom munurinn á liðunum skýrt í ljós. Finnur Hansson lék ekki með Neistanum í gær en hann er aðstoðarþjálfari liðsins.
- Neistin hefur sex stig að loknum þremur leikjum og er annað tveggja taplausra liða í deildinni. Hitt er H71 sem aðeins á tvær viðureignir að baki.
- Gamla brýnið, Christan Zeitz er síður er svo af baki dottinn. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið GWD Minden á föstudaginn. Zeitz á að hlaupa í skarðið fyrir örvhentu skyttuna Christoph Reißky sem meiddist á öxl á dögnum og þarf að gangast undir aðgerð.
- Zeitz lék lengi með Kiel en þangað kom hann frá Kronau-Östringen, forvera Rhein-Neckar Löwen. Zeitz lék um skeið með Veszprém og kom aftur til Kiel eftir dvölina í Ungverjalandi en staldraði stutt við í það skiptið. Frá 2018 og fram í febrúar á þessu ári var Zeitz í herbúðum 3. deildarliðsins SG Nußloch áður en hann lék nokkra leiki með Stuttgart í febrúar áður en kórónuveiran fór að leika lausum hala.
- Auglýsing -