- Auglýsing -
- Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Barcelona unnu fyrsta bikarinn á leiktíðinni í gær þegar þeir báru sigur úr býtum í úrslitaleik meistarakeppninnar í Katalóníu. Barcelona lagði Fraikin Granollers, 38:25, í úrslitaleik. Viktor Gísli var í marki Barcelona í síðari hálfleik og stóð sig vel eftir því sem næst verður komist samkvæmt textalýsingu Mundodeportivo.
- Fyrirliði þýska meistaraliðsins Füchse Berlin, Max Darj, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Samherji hans Fabian Wiede hefur gert slík hið sama nema hvað samningur hans við Berlínarliðið er til ársins 2027.
- Portúgalskir landsliðsmaðurinn Pedro Portela hefur kvatt Sporting Lissabon og samið við Águas Santas sem einnig leikur í efstu deild í Portúgal. Skipting þykja nokkuð óvænt enda Águas Santas ekki eitt af stóru liðunum í Portúgal.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -