- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Wester, Ingibjörg Gróa, Roberts, Bratset Dale, Kurtovic

Hollenski markvörðurin Tess Wester. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Tess Wester, markvörður hollenska landsliðsins í handknattleik kvenna, kveður CSM Búkarest í sumar. Hún segir óvíst hvað taki við hjá sér. Alveg eins komi til greina að leika með félagsliði heima í Hollandi. West hefur verið helsti markvörður hollenska landsliðsins í áratug og var í stóru hlutverki þegar Hollendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn fyrir þremur árum. 
  • Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir markmaður hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK. Ingibjörg  Gróa er 20 ára og uppalin HK-ingur. Hún hefur á þessari leiktíð staðið vaktina í marki meistaraflokks kvenna ásamt Margréti Ýri Björnsdóttur. Ingibjörg Gróa  hefur einnig spilað með yngri landsliðum Íslands og átti m.a. sæti í  U19 ára landsliðinu sem tók þátt í B-deild Evrópumótsins í Norður Makedóníu á síðasta sumri.
  • Sænska landsliðskonan Jamina Roberts var kjörin handknattleikskona keppnistímabilsins í Svíþjóð. Roberts hefur leikið stórt hlutverki í vetur hjá Sävehof og sænska landsliðinu sem nýverið tryggði sér sæti í lokakeppni EM sem fer fram nóvember. 
  • Norska landsliðskonan Kari Bratset Dale er komin í barnsburðarleyfi og leikur hvorki með félagsliði sínu, Györ í Ungverjalandi, né norska landsliðinu á nýjan leik fyrr en á næsta ári. Bratset Dale væntir síns fyrsta barns í nóvember meðan að Evrópumeistaramót kvennalandsliða fer fram. 
  • Marinko Kurtovic hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Redbergslid  í sænsku úrvalsdeildinni frá og með næsta keppnistímabili. Hann hefur m.a. áður þjálfað Drammen, Arendal og Runar í Noregi með afbragðs árangri. Dóttir Kurtović, Amanda, hefur einnig gert það gott á handboltavellinum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -