- Auglýsing -
- Patrick Wiencek og Fabian Wiede eru ekki í 28 manna hópi þýska landsliðsins í handknattleik sem valinn hefur verið vegna Ólympíuleikana í sumar. Hvorugur gaf kost á sér. Alfreð Gíslason tilkynnir um val á 14 leikmönnum í byrjun næstu viku sem æfa munu og taka þátt í leikunum sem hefjast í Japan eftir rúmar þrjár vikur.
- Þýski línumaðurinn Erik Schmidt verður áfram í herbúðum Kadetten Schaffhausen í Sviss en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins. Schmidt, sem varð Evrópumeistari með þýska landsliðinu 2016 undir stjórn Dags Sigurðssonar kom til Kadetten á síðasta sumri eftir að hafa leikið með Friesenheim, Hannover-Burgdorf, Füchse Berlin og Magdeburg í heimlandi sínu.
- Gabor Csaszar, Zarko Sesum, Sebastian Frimmel og Angel Montoro kvöddu hinsvegar herbúðir Kadetten eftir að leiktímabilið var á enda á dögunum. Kadetten vann svissnesku bikarkeppnina undir stjórn Aðalsteins en tapaði fyrir Pfadi Winterthur í einvígi um meistaratitilinn í Sviss.
- Ungverjinn Dominik Máthé gengur til liðs við PSG eftir ár þegar samningur hans við norska meistaraliðið Elverum rennur út.
- Bob Hanning framkvæmdastjóri Füchse Berlin hefur tekið að sér þjálfun 3. deildarliðsins Potsdam en liðið vinnur náið með Berlínarliðinu. Án efa taka leikmenn Potsdam stórstígum framförum undir stjórn Hannings.
- Auglýsing -