- Auglýsing -
- Uppselt var á æfingaleik þýska liðsins Göppingen og franska meistaraliðsins PSG í fyrradag þegar liðin mættust í Ratiopharm arena Neu-Ulm. Alls sáu 5.050 áhorfendur liðin skilja jöfn, 30:30. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Göppingen í leiknum sem þótti hin besta skemmtun.
- Þetta var síðari leikur PSG í heimsókn til Þýskalands. Daginn fyrir leikinn við Göppingen hafði franska liðið lagt Rhein-Neckar Löwen, 28:26.
- Danska úrvalsdeildarliðið TMS Rinsgsted, sem Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson gengu til liðs við í sumar vann Fredericia HK, 36:32, í æfingaleik í fyrradag. Ekki fylgir sögunni hvort Guðmundur Bragi og Ísak skoruðu í leiknum en fram kemur á Facebook-síðu félagsins að allir leikmenn liðsins hafi fengið tækifæri til þess að spreyta sig.
- Danska handknattleikonan efnilega, Anne With Johansen, er sögð vera á leiðinni heim til meistaraliðsins Odense Håndbold. Johansen er ein þeirra sem var leyst undan samningi hjá HB Ludwigsburg fyrr í vikunni. Jakob Vestergaard fyrrverandi þjálfari Ludwigsburg er tók í sumar við þjálfun Odense áður víst var um stöðuna hjá þýska liðinu. Hann var kallaður heim þegar Ole Gustav Gjekstad tók við þjálfun norska landsliðsins af Þóri Hergeirssyni.
- Viola Leuchter, þýska landsliðskona, hefur einnig verið orðið við danska meistaraliðið.
- Karolina Kudlacz-Gloc, annar leikmaður HB Ludwigsburg, hyggst leggja skóna á hilluna. Hún var leikmaður Leipzig 2017 þegar liðið fór í þrot. Kudlacz-Gloc stendur á fertugu.
- Handknattleikskona ársins í Þýskalandi árið 2024, Xenia Smits, er sögð vera í samningaviðræðum utan heimalandsins eftir skipbrot Ludwigsburg. Smits lék með Metz í Frakklandi frá 2015 til 2020 og telja sumir að hún haldið þangað á nýjan leik.
- Auglýsing -