- Auglýsing -
- Fréttavefurinn handball-arabic greindi frá því í gær samkvæmt heimildum þá hafi forráðamenn Barcelona í hyggju að krækja í Egyptann Ali Zein. Hann eigi að kom í stað Arons Pálmarssonar sem yfirgefur Katalóníuliðið í sumar. Zein er 31 árs gamall og leikur nú með Sharjah í Sameinuðu Arabísku furstadæmnunum.
- Fjölnir vann ÍR, 41:40, í æfingaleik í handknattleik karla í gærkvöld. Liðin verða bæði í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Staðan í hálfleik var jöfn, 20:20. Eins og tölurnar gefa e.t.v. til kynna var lítið um varnarleik og dauflegt yfir markvörslu í leiknum.
- Oliver Roy, sem verið hefur í þjálfarateymi Barcelona um nokkurra ára skeið, hefur tekið að sér þjálfun Zamalek SC í Egyptalandi. Liðið hefur m.a. tólf sinnum orðið Afríkumeistari og í átján skipti unnið egypska meistaratitilinn.
- Slóvenski línumaðurinn Miha Zvizej hefur samið við Holstebro í Danmörku. Hann kemur til félagsins eftir ár þegar núverandi samningi hans við Ribe-Esbjerg verður á enda runninn.
- Velimir Petkovic hætti í gær störfum sem þjálfari karlaliðs CSKA Moskvu og einbeitir sér alveg að þjálfun rússneska karlalandsliðsins, Petkovic tók við þjálfun CSKA í október af Oleg Kuleshov. Undir stjórn hans þá varð CSKA í öðru sæti í rússnesku úrvalsdeildinni og komst í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar.
- Auglýsing -