- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Markvörður Hauka til Minsk, Svíi fer frá Kiel, stefnir á kvennahandbolta

Annika Fríðheim Petersen, markvörður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Annika Fríðheim Petersen, markvörður Hauka, hefur verið valin í færeyska landsliðið sem tekur þátt í forkeppni HM um aðra helgi. Færeyska landsliðið verður í riðli með landsliðum Hvít-Rússlands og Sviss. Leikið verður í Minsk í Hvíta-Rússlandi og komast tvö liðanna áfram í umspilsleiki í vor um sæti á HM sem fram fer á Spáni í desember. Petersen er ein fjögurra leikmanna landsliðsins sem leikur utan heimalandsins. 
  • René Antonsen hafði rétt verið valinn í danska landsliðið í handknattleik fyrir liðsfélaga sinn Magnus Saugstrup að Antonsen meiddist og varð að draga sig úr landsliðshópnum sem mætir Norður-Makedóníu í undankeppni EM í vikunni. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana hringdi í Alexander Lynggaard og boðaði hann til æfinga í stað Antonsen. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn  Oskar Sunnefeldt gengur til liðs við Leipzig í sumar frá Kiel. Sunnefeldt  kom til Kiel í nóvember fra SönderjyskE þegar nokkrir sterkir leikmenn Kiel voru frá vegna meiðsla. Hinn 22 ára gamli Sunnefeldt  hefur ekki fest sig í sessi hjá Evrópumeisturunum og þess vegna ákveðið að róa á önnur mið eftir leiktíðina. 
  • Joan Laporta sem var um helgina kjörinn forseti Barcelona hefur á stefnuskrá sinni að félagið komi á fót handknattleiksliði í kvennaflokki.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -