Úlfar Páll Monsi Þórðarson er formlega orðinn leikmaður RK Alkaloid í höfuðborginni, Skopje í Norður Makedóníu. Hann tók þátt í sinni fyrsta æfingu með nýjum liðsfélögum í dag. Monsi skrifaði undir tveggja ára samning RK Alkaloid en liðið hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu á síðustu leiktíð auk þess að vinna Evrópubikarkeppnina.
Monsi lék síðast með Val heima á Íslandi og var m.a. Evrópubikarmeistari með liðinu fyrir rúmu ári.
Eftir því sem fram kemur á Facebook-síðu RK Alkaloid þá standa fyrir dyrum æfingabúðir hjá liðinu í bænum Mavrovo í norðvestur hluta landsins áður en farið verður í æfinga- og keppnisferð til Serbíu og Króatíu þar sem leikið verður gegn félagsliðum frá löndunum tveimur auk félagsliðs frá Slóveníu.
Monsi er fyrsti Íslendingurinn sem semur við félagslið í Norður Makedóníu.
Deildarkeppnin í Norður Makedóníu hefst í byrjun september en í lok ágúst leikur RK Alkaloid við þýska liðið Hannover-Burgdorf í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Monsi er sagður eiga að koma í staðinn fyrir Bingo
Karlar – helstu félagaskipti 2025