- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mörg hundruð Íslendingar eru á leiðinni á Partille cup

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Mörgum til ómældrar gleði fer Partille cup-mótið í handknattleik fram í Gautborg þetta árið eftir að hafa legið niðri undanfarin tvö ár. Eftir því sem fram kemur á íslenskri Facebook síðu mótsins er reiknað með að ríflega 600 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar mæti til leiks frá Íslandi að þessu sinni. Mótið hefur í gegnum tíðina verið fjölmennasta handknattleiksmót barna og unglinga sem haldið er í Evrópu ár hvert.


Alls mæta 53 lið frá 12 íslenskum félögum. Af þeim eru 27 drengjalið og 26 stúlknalið. Í riðlakeppninni spila íslensku liðin 278 leiki, 137 leikir hjá stúlknaliðum og 141 hjá drengjaliðum. Keppni hefst á morgun og stendur yfir fram á næsta laugardag.Einnig tekur U16 ára landslið Íslands í kvennaflokki þátt í Opna Evrópumótinu sem haldið er samhliða Partille Cup. Stúlkurnar verða í riðli með landsliðum Noregs, Portúgals og Póllands. Á morgun standa fyrir dyrum tveir leikir, við Noreg og Portúgal. Daginn eftir verður leikið við pólska landsliðið. Milliriðlakeppni tekur við dagana á eftir.


Hlekkur á heimasíðu mótsins er hér.


Hlekkur á úrslitasíðu Opna Evrópumótsins. Leikir mótsins verða sendir út á ehftv.com.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -