- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mótið gat ekki byrjað betur

Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason stóðu í ströngu í vörninni í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við keyrðum hressilega á þá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær, markvarslan góð og sóknarleikurinn léttur og leikandi þar sem við fengum færi í hverri sókn,“ sagði Elvar Örn Jónsson hress í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir sigur íslenska landsliðsins á Portúgal, 28:24, í fyrsta leik liðsins á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Búdapest í kvöld.



„Heilt yfir var þetta mjög góður leikur,“ bætti Elvar Örn við og viðurkenndi að það hafi verið afar erfitt að vinna í vörninni gegn stórum og þungum varnarmönnum andstæðinganna. Hann fékk líka að finna fyrir því með brottrekstri í fyrri hálfleik.

Tíu mörk í fyrri hálfleik

„Þeir reyndu eftir mætti að drepa niður allan hraða í leiknum, fá okkur niður á hælana og gera svo árásir. En við vorum vel undir þetta búnir sem lýsir sér best í því að við fengum aðeins á okkur 10 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Elvar Örn.


„Mótið gat ekki byrjað betur hjá okkur, góður sigur og mikill liðssigur. Andinn í hópnum er frábær, betri en ég hef nokkru sinni fundið áður. Allir voru klárir í að leika sem ein heild. Þetta var frábært,“ sagði Elvar Örn Jónsson, í samtali við handbolta.is í Búdapest í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -