Jöfnunarmark Frakka í undanúrslitaleiknum við Svía á Evrópumótinu í handknattleik karla stendur eftir að aganefnd mótsins tók ekki til greina kvörtun vegna framkvæmd leiks sem sænska handknattleikssambandið sendi inn skömmu eftir viðureign Frakka og Svía í gærkvöld.
Mótmæli Svía snúa að jöfnunarmarki Frakka eftir að 60 mínútna leiktíma lauk og þeirri staðreynd að dómarar nýttu ekki myndbandsúrskurð til þess að ganga úr skugga um að markið hafi verið gott og gilt sem það lítur ekki út fyrir að hafa verið. Óskuðu Svíar eftir að nefndin endurskoðaði dóminn.
Nefndin segist ekki mega samkvæmt reglum taka upp dóma og nýta myndbandsupptökur til þess að taka upp dóma í leikjum. Aðeins dómarar og eftirlitsmenn mega nýta þess tækni á meðan á leik stendur yfir. Ákvarðanir dómara í leikjum standa.
Svíar geta áfrýjað niðurstöðu nefndarinnar fyrir klukkan 20 í kvöld að staðartíma.
Hér má lesa úrskurðinn.
ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc
— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024