- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Mun reyna á okkur bæði líkamlega og andlega

- Auglýsing -

„Spánverjar kunnu ef til vill allra best að leika vörn. Margir þjálfarar víðsvegar um Evrópu hafa verið að innleiða spænsku varnarleikaðferðirnar inn í sín lið. Varnarleikurinn er helsti styrkleiki spænska landsliðsins og við verðum að vera undir hann búin,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna um verkefni kvöldsins, viðureignina við spænska landsliðið.

Bakslag í hugarfarinu

Arnar segir hugarfarið verði að vera rétt í leiknum í kvöld. „Það kom bakslag í þann þátt hjá okkur gegn Svartfellingum eftir góða frammistöðu í riðlinum. Við viljum svo sannarlega bæta okkur í þeim þætti gegn Spáni og halda áfram að trúa á okkar getu og baráttu,“ segir Arnar sem reiknar með erfiðum leik enda séu allar viðureignir í milliriðlakeppni mótsins af þeim toga.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Það sem við viljum

„Við munum fá á okkur árásir og verðum þar af leiðandi að stilla vel af hjálparvörninni. Um leið verðum við að eiga við „blinda“ hjálparvörn og hornamennina svipað og gegn Serbum og Svartfellingum. Það mun reyna verulega á okkur bæði líkamlega og andlega í öllum þáttum leiksins, sem er akkúrat það sem við viljum. Okkar ósk var að fá þessa erfiðu leiki gegn betri þjóðum til þess að þróa okkur og þroska upp á framhaldið. Við verðum að klára mótið með sóma. Það var alveg viðbúið að leikir í milliriðli yrðu erfiðir,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik karla.

HM kvenna ”25 – dagskrá, milliriðlar, úrslit, staðan

  • Leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 19.30 í Westafalenhalle í Dortmund. Handbolti.is mun fylgjast grannt með viðureigninni m.a. í textalýsingu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -