Afturelding vann langþráðan sigur í Olísdeild karla í kvöld þegar liðið lagði Gróttu, 29:25, á heimavelli, íþróttahúsinu á Varmá. Afturelding er þar með komin með þrjú stig í áttunda sæti deildarinnar. Grótta hefur stigi meira í fjórða sæti en lið Seltirninga hefur unnið báða heimaleiki sína til þessa en tapað báðum viðureignum sínum á útivelli.
Staðan í Olísdeild karla.
Það varpaði skugga á sigurinn að stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar eftir að hafa hlotið afar slæma byltu á upphafsmínútum leiksins.
Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari var á leiknum í Mosfellsbæ og veitti handbolta.is aðgang að myndasyrpu sem hann tók á leiknum í kvöld. Allar myndirnar má nálgast hér en hluti þeirra er í syrpunni hér fyrir neðan. Kærar þakkir, Eyjólfur.
Hægt er að smella á hverja mynd fyrir sig til þess að sjá hana stærri.