- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Beið næstu sóknar í lótusstellingu

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er kattliðugur enda er það nauðsynlegt fyrir mann í hans stöðu. Björgvin Páll vakti mikla athygli í keppnishöllinni í Bregenz á miðvikudagskvöld þegar hann hvað eftir annað settist í lótusstellingar meðan hann beið þess að næsta sókn austurríska landsliðsins knúði dyra á íslensku vörninni.


Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari náði myndasyrpunni hér fyrir neðan í eitt sinn sem Björgvin Páll tyllti sér niður í miðjum leik og fylgdist með framvindunni á leikvellinum. Til viðbótar fer Björgvin Páll létt með að spretta á fætur eins og gormur ef skyndileg hætta steðjar að marki hans.


Björgvin Páll verður í eldlínunni með samherjum sínum í íslenska landsliðinu á Ásvöllum á morgun klukkan 16 þegar landsliðið mætir austurríska landsliðinu öðru sinni í umspili um sæti á HM á næsta ári. Ísland vann fyrri viðureignina, 34:30. Uppselt er á leikinn á morgun. Björgvin Páll er vís til að vera í lótusstellingum þegar færi gefst til.

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -