- Auglýsing -
Þeir voru því miður fáir en létu þeim mun meira fara fyrir sér íslensku stuðningsmennina sem fengu náðarsamlegast að styðja landsliðið í undanúrslitaleiknum við Dani á Evrópumótinu í handknattleik karla í gærkvöld. Íslendingarnir voru um 100 meðan hátt í 15 þúsund Danir voru á áhorfendabekkjunum.
Íslenska landsliðið tapaði naumlega, 31:28, og mætir Króatíu í bronsleik mótsins á morgun klukkan 14.15. Svipaður fjöldi Íslendinga verður í stúkunni í þeirri viðureign.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hafði auga íslenskra stuðningsmanna á leiknum í gærkvöld. Nokkrar mynda hans eru hér fyrir neðan.
-Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.
- Auglýsing -












































