- Auglýsing -
„Við fengum hrikalega orku í gegnum fólkið í stúkunni,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, einn leikmanna landsliðsins í handknattleik karla, í samtali við handbolta.is eftir sigur á Frökkum á EM í handknattleik. „Undir lokin voru allir farnir að hvetja okkur, meira að segja Frakkarnir líka,“ sagði Elliði Snær ennfremur.
Íslensku áhorfendurnir fóru á kostum á áhorfendapöllunum í leiknum. Þeir voru færri en á fyrri leikjum Íslands á mótinu en létu engu að síður mikið fyrir sér fara. Góður liðsauki barst síðan frá dönskum áhorfendum og þegar á leið mátti sjá Ungverja og Króata komna í hópinn auk nokkurra Frakka áður en leikurinn var úti.
Hafliði Breiðfjörð beindi myndavélum sínum og linsum að áhorfendum fyrir leikinn, á meðan á honum stóð og í leikslok. Hluti þeirra mynda birtist hér fyrir neðan.
Næsti leikur Íslands á EM verður á móti Króatíu klukkan 14.30 á morgun, mánudag.
Um leið er minnt á fyrri syrpur Hafliða frá EM2022: Ferðasagan, æfing í keppnishöllinni, upphitun stuðningsmanna, Ísland – Portúgal 28:24, Stórkostlegir, Ísland – Holland 29:28, Stuðningurinn, Létt á æfingu. Ísland – Ungverjaland 31:30, Stemningin í stúkunni, Ísland – Danmörk, 24:28. Fjölmennir og hressir. Ísland – Frakkland, 29:21. Minningar gleði.
- Auglýsing -