- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Góð stemning á fyrstu æfingunni

Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik æfði síðdegis í æfingahöllinni í DNB-Arena í Stafangri eftir farsæla flugferð til bæjarins í dag. Allar 18 konurnar í hópnum tóku þátt í æfingunni og var svo sannarlega ekki slegið slöku við.

Gríðarlega eftirvænting ríkir innan hópsins fyrir þátttökunni á HM. Síðustu dagar hafa verið vel nýttir við að stilla saman gömlu góðu strengina fyrir átökin sem framundan eru á fimmtudaginn, laugardaginn og á sunnudaginn í leikjum við Slóvena, Frakka og Angólabúa.

Leikir Íslands á HM:
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
- Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Handbolti.is fylgir íslenska landsliðinu á HM og fer ekki heim til Íslands fyrr en þátttöku liðsins verður lokið.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá æfingunni síðdegis sem HSÍ veitti handbolta.is góðfúslegt leyfi til að birta.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -