- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Ísak, fyrsta varða skotið – „Stúkan var bara með mér frá byrjun

Ísak Steinsson ver sitt fyrsta skot á fjölum Laugardalshallar í leiknum við Grikki í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Hinn ungi markvörður Ísak Steinsson tók þátt í sínum fyrsta heimaleik með A-landsliðinu í handknattleik karla í gær þegar Grikkir voru lagðir, 33:21, í Laugardalshöll í undankeppni EM 2026. Ísak lék sinn fyrsta landsleik í Chalkida í Grikklandi á miðvikudagskvöld og fékk þá að spreyta sig síðustu mínúturnar.

Sjá einnig: Ísak í fótspor afa síns

Í Laugardalshöll í gær kom Ísak, sem er leikmaður Drammen HK í Noregi, í markið þegar um 10 mínútur voru til leiksloka. Fetaði Ísak í fótspor afa síns Sigurgeirs Sigurðssonar sem lék 9 landsleiki, þann síðasta fyrir um 50 árum. Nokkra af leikjunum lék Sigurgeir á fjölum Laugardalshallar.

Ísak var ekki lengi að stimpla sig inn með fyrsta varða skotinu enda fann hann fyrir stuðningi úr stúkunni.

„Stúkan var bara með mér frá byrjun, allir tóku við sér þegar ég kom inni á völlinn og eins þegar ég varði fyrsta skotið. Þetta var bara flott,“ sagði Ísak. „Ég hef bara aldrei upplifað nokkuð þessu líkt áður,“ sagði hann við handbolta.is eftir leikinn.

Sjá einnig: Hef bara aldrei upplifað nokkuð þessu líkt

Syrpu af því að finna hér fyrir neðan. Að vanda var Hafliði Breiðfjörð augun og myndavél sína á aðalatriðunum. Fleiri myndir af piltinum, sem verður 20 ára í maí er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -