Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna leikur öðru sinni við ísraelska landsliðið í dag á Ásvöllum í forkeppni heimsmeistaramótsins. Flautað verður til leiks klukkan 15. Eins og í gær verður ókeypis aðgangur á leikinn í boði Arion banka.
Ísland vann leikinn í gær, 34:26, en samanlögð niðurstaða úr leikjunum tveimur ræður hvort landsliðið heldur áfram keppni í umspilsleikjum sem fram fara í apríl. Dregið verður til umspilsleikjanna að loknum Evrópumótinu sem hófst á föstudaginn og lýkur sunnudaginn 20. nóvember. Hluti þátttökuliða á EM verður í pottunum þegar dregið verður í umspilið.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var á Ásvöllum í gær og myndaði fyrir handbolta.is. Hér fyrir neðan er hluti þeirra mynda sem Hafliði tók á leiknum.
Um leið og handbolti.is þakkar Hafliða kærlega fyrir viljum við hvetja fólk til þess að mæta á Ásvelli kl. 15 í dag og styðja kvennalandsliðið til dáða og frekari afreka.
Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.