Það var svo sannarlega kátt á hjalla í íþróttahöllinni, Zagreb Arena í gærkvöld, þegar íslenska landsliðið í handknattleik vann sinn fjórða leik á heimsmeistaramótinu í handknattlleik karla. Að þessu sinni lágu Egyptar í valnum, 27:24.
Sífellt vaxandi hópi stuðningsmanna líkaði svo sannarlega lífið meðan á leiknum stóð enda var íslenska liðið með yfirhöndina frá upphafi til enda. Fólk dró ekki af sér við að hvetja liðið til dáða svo úr varð eftirminnilega kvöldstund.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fangaði stemninguna utan vallar í Zagreb Arena. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir hans.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).
Fleiri syrpur frá Hafliða frá HM:
Myndasyrpa: Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga
Myndasyrpa: Stjarnan sem skærast skein
Myndasyrpa: Íslendingum í stuði fjölgar í Zagreb – treyjurnar runnu út
Myndasyrpa: Sigurstund í Zagreb Arena
Myndasyrpa: Sérsveitin er mætt og keyrir upp stuðið
Myndasyrpa: Rífandi góð stemning í stúkunni