Að vanda var kátína meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins í Kristianstad Arena í gærkvöld þegar Pólverjar voru lagðir, 31:23, í annarri umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Sæti var tryggt í milliriðlum. Þrjú þúsund Íslendingar drógu ekkert af sér og studdu landsliðið með ráðum dáð. Það var sérlega hrífandi stund þegar kórinn fjölmenni söng Lofsöng, sálm eftir Matthías Jochumsson, við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar áður en viðureignin hófst.
Fram undan er úrslitaleikur við Ungverja um efsta sæti F-riðils annað kvöld, þriðjudag. Tvö stig með í milliriðli verða undir í leiknum sem hefst klukkan 19.30 í Kristianstad Arena.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hafði auga með stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Kristianstad Arena í gærkvöld.
(smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri).
Fleiri myndasyrpur:
Myndasyrpa: Lífið er yndislegt
Myndasyrpa: Nokkur valin augnablik úr Ítalíuleiknum
Myndasyrpa: Ísland lék á als oddi gegn Póllandi
Myndasyrpa: Bjartsýni og stemning í Kristianstad
Myndasyrpa: Gleðin við völd í stórsigri Íslands
Myndasyrpa: 3.000 Íslendingar skemmta sér í Kristianstad
Myndasyrpa: Síðasta æfing fyrir fyrsta leikinn á EM
Myndasyrpa: Viggó var tæklaður í upphitunarboltanum




















































