Skondið atvik átti sér stað snemma í síðari hálfleik í viðureign Þýskalands og Íslands í Porsche Arena í gær þegar peningaseðill lá á gólfi keppnishallarinnar. Annar dómarinn brást snöfurmannlega við, þreif peningaseðilinn upp úr gólfinu og kom honum á borð tímavarðar og eftirlitsmanna. Engin skýring hefur fengist á hvaðan peningaseðillinn kom inn á leikvöllinn og ekki ganga leikmenn með reiðufé á sér í leikjum.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands sagði í morgun hafa verið eitt spurningamerki þegar annar dómarinn fálmaði eftir peningaseðli á miðjum leikvelli og kom honum á ritarborðið. Upprunin seðilsins væri sér ráðgáta.
Sennilega fallið vasa
Sennilegasta skýringin er sú að seðillinn hafi fallið í vasa starfsmanns hallarinnar sem hafði átt leið yfir leikvöllinn í hálfleik en síðari hálfleikur var nýhafinn þegar seðillinn fannst.
100 evrur eða 100 danskar?
Leikmenn íslenska landsliðsins sem handbolti.is rabbaði við í morgun voru ekki á einu máli hvort um hefði verið að ræða 100 evru seðil eða 100 danskar kr. en ekki er glöggt hægt að sjá það á myndunum hér fyrir neðan sem Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari náði af þessari einstöku uppákomu.
-smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.











