Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik stigu stórt skref í áttina að átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í gærkvöld með þriggja marka sigri á Egyptum í fyrstu umferð milliriðlkeppni HM í Zagreb Arena, 27:24. Þeir voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og voru mest sex mörkum yfir, 24:18. Staðan í hálfleik var 13:9.
Næsti leikur verður gegn heimamönnum í króatíska landsliðinu annað kvöld í Zagreb Arena. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var með fókusinn á strákunum á leikvellinum í gærkvöld í leiknum gegn Egyptum. Hann, eins og þeir, lagði allt í sölurnar og hluti af afrakstrinum er að finna hér fyrir neðan.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).
Fleiri syrpur Hafliða frá HM:
Myndasyrpa: Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga
Myndasyrpa: Kátt var á hjalla þetta kvöld
Myndasyrpa: Stjarnan sem skærast skein
Myndasyrpa: Íslendingum í stuði fjölgar í Zagreb – treyjurnar runnu út
Myndasyrpa: Sigurstund í Zagreb Arena
Myndasyrpa: Sérsveitin er mætt og keyrir upp stuðið
Myndasyrpa: Rífandi góð stemning í stúkunni