- Auglýsing -
Færeyingar fögnuðu ákaft í leikslok í Lambhagahöllinni í gærkvöld eftir sögulegan sigur á Íslandi, eða „grannunum fyri vestan“ eins og segir á vef Kringvarpsins. Þetta var fyrsti sigur færeysks landsliðs á íslensku landsliði í undankeppni stórmóts í handknattleik. Sigurinn var verðskuldaður, 24:22, í upphafsleik undankeppni Evrópumóts kvenna. Færeyska liðið var með frumkvæðið í viðureigninni frá upphafi til enda.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hafði augu á færeyska liðinu í Lambhagahöllinni í gær og hér hluti þeirra mynda sem hann náði.























- Auglýsing -