Sólarhringur er liðin frá glæstum sigri íslenska karlalandsliðsins í hadknattleik á Slóvenum í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins, 23:18, sem varð til þess að íslenska landsliðið vann sinn riðil á HM í fyrsta sinn í 14 ár. Reyndar tókst þá ekki sem skildi að fylgja góðri stöðu eftir og landsliðið hafnaði í sjötta sæti heimsmeistaramótsins.
Um sólarhringur er þangað til það liggur ljóst fyrir hvor íslenska landsliðinu tekst að fylgja sigrinum í gær eftir þegar kemur að viðureign við Afríkumeistara Egyptalands annað kvöld í Zagreb Arena.
Kannski verður aftur sungið við raust annað kvöld í Zagreb Arena; „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga….“
Ekki er úr vegi að rifja aðeins upp sigurleikinn í gærkvöld í myndum Hafliða Breiðfjörð ljósmyndara.
Fleiri syrpur frá Hafliða:
Myndasyrpa: Stjarnan sem skærast skein
Myndasyrpa: Sigurstund í Zagreb Arena
Myndasyrpa: Sérsveitin er mætt og keyrir upp stuðið
Myndasyrpa: Rífandi góð stemning í stúkunni
Nýr ráðherra íþróttamála lét sig ekki vanta í Zagreb