- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndaveisla: Austurríki – Ísland, 30:34

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla stendur vel að vígi í kapphlaupinu um sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Landsliðið lagði Austurríki með fjögurra marka mun, 34:30, í Bregenz í Austurríki í kvöld. Síðari viðureignin fer fram á Ásvöllum á laugardaginn. Samanlögð úrslit ráða því hvort liðið hreppir farseðilinn á HM.


Á ýmsu gekk í Bregenz í kvöld enda eru Austurríkismenn engin lömb að leika við, allra síst á heimavelli.


Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari og ritstjóri fotbolti.net lagði lykkju á leið sína heim frá Tékklandi hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta vann glæstan sigur í undankeppni HM gærkvöld, og stakk við stafni í Bregenz og myndaði viðureign Austurríkis og Íslands fyrir handbolta.is. Hluta afrakstursins getur að líta hér fyrir neðan.

Eins og á EM í Ungverjalandi í janúar þá fór Hafliði á kostum engu síður en leikmenn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -