Það var kátt á hjalla meðal stuðningsfólks íslenska landsliðsins í handknattleik meðan á leiknum við Úkraínu stóð í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í gærkvöld. Enn meiri var kátínan í leikslok þegar sigur var í höfn. Að vanda sló Sérsveitin ekki slöku við.
Á annað hundrað Íslendingar fylgja landsliðinu í leikina og hefur koma þessa fjölmenna hóp vakið mikla athygli og aðdáun meðal heimamanna. Ekki síst þegar Sérsveitin, annað stuðningsfólk og konurnar í landsliðinu sameinuðust þegar söngur Óðins Valdimarsson ómaði í Ólympíuhöllinni í leikslok. “Ég er kominn heim.” Sannkallað gæsahúðarmóment, eins og sagt er.
Sjá einnig: Myndaveisla: Fölskvalaus sigurgleði þegar áfanga var náð
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fangaði stemingurna meðal áhorfenda í gærkvöld. (smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).
EM kvenna ”24 – leikjadagskrá, riðlakeppni
A-landslið kvenna – fréttasíða