Fölskvalaus gleði braust út á meðal leikmanna, þjálfara og starfsmanna íslenska landsliðsins þegar lokaflautið gall í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í gærkvöld og staðfest var að Ísland hafði í fyrst sinn unnið leik í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik kvenna. Ísinn var brotinn í áttunda leik á þriðja mótinu. Einn áfangi í höfn á langri leið. Þriggja marka sigur, 27:24, á Úkraínu í leik þar sem íslenska liðið var með yfirhöndina frá byrjun til enda.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari fangaði gleði leikmanna og þjálfara í leikslok í Ólympíuhöllinni í gærkvöld.
(Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri).
- Auglýsing -