- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik vann tyrkneska landsliðið með sjö marka mun í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.
Þar með er Ísland áfram með í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í nóvember í Norður Makedóníu, Slóveníu og í Svartfjallalandi.
Tveir síðustu leikirnir verða gegn Svíum á heimavelli 20. apríl og þremur dögum síðar í Zrenjanin í Serbíu þar sem væntanlega verður hreinn úrslitaleikur á milli Íslands og Serbíu um farseðil á EM.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari sem myndaði fyrir handbolta.is á Evrópumóti karla í janúar var á Ásvöllum í kvöld og myndaði viðureign Íslands og Tyrklands fyrir handbolta.is. Hér fyrir neðan eru hluti mynda Hafliða frá leiknum.
- Auglýsing -