Hjalti Þór Hreinsson og félagar höfðu nóg að gera við að grilla hamborgara ofan í áhorfendur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -
Haukar knúðu fram oddaleik í rimmu sinni við KA í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í gærkvöld með eins marks sigri, 23:22, í KA-heimilinu. Eftir tvo leiki er staðan jöfn, 52:52, eftir 30:29, sigur KA í fyrsta leiknum á Ásvöllum á föstudaginn.
Oddaleikur liðanna um sæti í undanúrslitum fer fram á morgun, miðvikudag, klukkan 19.30 á Ásvöllum. Stuðningsmenn liðanna líta til eftirvæntingar til leiks en reikna má að með fullt verði út að dyrum á Ásvöllum annað kvöld.
KA-heimilið var þéttsetið í gærkvöld og hávaði mikill. Minnti stemningin suma á gamla góða daga.
Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var að vanda í KA-heimilinu í gærkvöldi. Hann sendi handbolta.is hluta þeirra mynda sem hann tók og birtast þær hér fyrir neðan. Um leið er Agli Bjarna þakkað fyrir.