- Auglýsing -
Eins og fram hefur komið varð KA/Þór Íslandsmeistari í handknattleik kvenna í fyrsta sinn í gær þegar liðið vann Val öðru sinni í úrslitaleik, 25:23, í Origohöllinni, heimavelli Vals. Egill Bjarni Friðjónsson var með myndavélina á lofti í Origohöllinni og deilir hér myndasyrpu frá leiknum með lesendum handbolta.is.
Valur - KA - síðari leikur
1 of 38

Ásdís Guðmndsdóttir, KA/Þór, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Val, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Rut Arnfjörð Jónsdóttir ræðir við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, fréttmann RÚV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Thea Imani Sturludóttir, verður væntanlega í eldlínunni með Val í kvöld gegn Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Aldís Ásta Heimisdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir freista þess að stöðva Lovísu Thompson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Sólveig Lára Kristjánsdóttir reynir að koma skoti yfir eða framhjá Theu Imani Sturludóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍÍslandsmeistarar KA/Þórs sækja Val heim í undanúrslitum. Liðin léku til úrslita á síðasta ári. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Martha Hermannsdótir fagnar einu af mörkum sínum með stuðningsfólki KA/Þórs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs höfnuðu í þriðja sæti í kjöri á liði ársins 2021. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Rut Arnfjörð Jónsdóttir reynir að nappa boltanum af Lilju Ágústsdóttur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Aldís Ásta Heimisdóttir reynir að stöðva Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Hulda Bryndís Tryggvadóttir fylgist með og Matea Lonac er við öllu búin í markinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Thea Imani Sturludóttir, Val, sækir að vörn KA/Þórs í vor. Hún skoraði níu mörk gegn HK í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Elín Rósa Magnúsdóttir freistar þess að komast framhjá Önnu Þyrí Halldórsdóttur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Aldís Ásta Heimisdóttir stöðvuð af Theu Imani Sturludóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Andri Snær Stefánsson og Sigþór Árni Heimisson bera saman bækur sínar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Stuðningsmenn Vals láta sig væntanlega ekki vanta í Origohöllina í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -