- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndir: Æfing í Linz – leikur í Vínarborg

Guðni Jónsson liðsstjóri stóð í ströngu fyrir æfinguna í Linz. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla kom til Linz í Austurríki í gær þar sem slegið hefur verið upp bækistöðvum þangað til farið verður til München í Þýskalandi á miðvikudaginn, tveimur dögum fyrir fyrsta leikinn á Evrópumótinu.

Æft var í Linz síðdegis í gær. Menn náðu úr sér ferðalaginu frá Íslandi sem var strangt en flogið var frá Keflavík til München. Þaðan var þriggja tíma ferð í langferðabifreið til Linz.


Í kvöld mætir íslenska landsliðið því austurríska fyrra sinni í vináttuleik sem fram fer í Vínarborg. Um 90 mínútur tekur að aka frá Linz til austurrísku höfuðborgarinnar. Landsliðin eigast við á ný í Linz á mánudaginn.

Viðureignin hefst klukkan 17.10 í kvöld. Útsending frá leiknum verður á RÚV auk þess sem handbolti.is bregður ekki út af vananum og verður með eina af sínum sívinsælu textalýsingum.

Kristján Orri Jóhannsson ljósmyndari HSÍ var á æfingu landsliðsins í Linz í gær. Hann var svo vinsamlegur að deila nokkrum myndum með handbolta.is og kunnum við Kristjáni Orra bestu þakkir fyrir.

EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar. 
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14. jan.: Ísland – Svartfj.land, kl. 17.
16. jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -